Est. Iceland 2008

Um okkur

 

 

iglo+indi er íslenskt barnafatamerki sem var stofnað árið 2008 af Helgu Ólafsdóttur fatahönnuði. Allar vörur merkisins eru hannaðar á Íslandi og einkennast af tærum litum, einstökum mynstrum og leikgleði. Við teljum öll börn vera listafólk sem sjá liti, form og mynstur í öllu. Allar iglo+indi línurnar eru hannaðar þannig að börn geti sjálf sett saman sínar eigin samsetningar með leikgleði að leiðarljósi.

Handteiknaðar myndir og mynstur, sérvaldir litir, þægileg snið og mjúk lífræn bómull eru það sem gerir iglo+indi að skemmtilegu og einstöku merki fyrir öll börn.

Vörur iglo+indi eru hannaðar á Íslandi og framleiddar í Portúgal úr GOTS vottaðri lífrænni bómull. 

Helga Ólafsdóttir er stofnandi, yfirhönnuður og hefur yfirumsjón með allri hönnunarþróun hjá iglo+indi. Helga er með gráðu í fatahönnun frá Kaupmannahöfn, en hún stundaði einnig nám í London og Milanó.   

“Ég elska að hanna barnafatnað. Hvert barn sem ég hitti veitir mér innblástur. Ég dáist að einlægni þeirra, hreinskilni, kímnigáfu og lífsgleði.”
 
Helga býr á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum Viktoría (14), Baldvin (11) and Indí (4).

 

 
 

 

VERKSMIÐJURNAR OKKAR

 

Verksmiðjurnar sem við notum fara í gegnum endurskoðunarferli til að tryggja sanngjarnar vinnuaðstæður ásamt sanngjarnri starfsmannastefnu. Félagslegu viðmið okkar krefja verksmiðjur okkar um að veita öruggt og mannúðlegt umhverfi með lágmarksframfærslu. Þessi viðmið eru tilgreind í siðareglum okkar til að tryggja að allir sem vinna að framleiðslu iglo+indi fatnaðar séu að vinna í sanngjörnum og heilbrigðum vinnuaðstæðum.

 

Þetta nær yfir allt frá efnisnotkun, eituráhrifum þeirra ásamt lífbrjótanleika birgðakeðjunnar, til viðhalds á að helstu viðmiðum sé framfylgt á vinnuafli sem eru settar af alþjóðlegu vinnuafls samtökunum (ilo).

 

Endurskoðunarferli verksmiðjanna miða að því að tryggja að verksmiðjurnar sem við notum, noti ekki börn í vinnu eða nauðungavinnu, að starfsmenn njóti öryggis og hreinlætis á vinnustað, félagslegs frelsis, rétt til kjarasamninga og að lágmarkslaun séu greidd ásamt öðru.

 

Please choose your region