Est. Iceland 2008

Þvottaleiðbeiningar

 

BÓMULL

Þvoið við 30 gráður og snúið flíkinni við áður en hún er sett í þvottavélina.

Það er afar mikilvægt að þvo barnaföt rétt, það eykur endinguna á þeim og heldur þeim fallegum. Ekki þvo flísföt með bómullarfötum því þá hnökrar flísefnið.

Notið matskeið eða jafnvel teskeið af þvottaefni, alls ekki meira. Vatn á Íslandi er svo hreint að það þarf ekki að nota mikið þvottaefni

Ekki nota þvottaefni sem inniheldur klór og ekki nota mýkingarefni.

Ekki setja flíkina i þurrkara. Á veturna þegar ofnarnir eru heitir eru þeir tilvaldir til að þurrka þvottinn.

Athugið að myndir og mynstur á flíkum geta dofnað í þvotti.

 

PALLÍETTUR OG ÖNNUR SÉRSTÖK KJÓLAEFNI

Handþvottur.

Ekki setja í þurrkara og ekki strauja eða gufa.

Mælt er með hreinsun.

 

 

Please choose your region