Est. Iceland 2008

Skilmálar

 

 

SKILMÁLAR

Eftirfarandi skilareglur gilda í öllum verslunum iglo+indi. Reglurnar eru byggðar á verklagsreglum sem viðskiptaráðuneytið útbjó með Neytendasamtökunum í janúarmánuði 2001.

 

SKILAFRESTUR VÖRU ER 3O DAGAR

Ógallaðri vöru er hægt að skila innan 30 daga gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti.

Vara sem sannarlega telst gölluð er ávallt hægt að skila í verslunum gegn kassakvittun eða sambærilegri staðfestingu viðskipta s.s. greiðslukortayfirliti.

 

GJAFAMERKI

Viðskiptavinir iglo+indi geta fengið vörur merktar með gjafamiða óski þeir þess. Vöru sem merkt er gjafamiða fæst skilað án framvísun kassakvittunnar innan 14 daga frá dagsetningu miðans.

Á aðventunni, í aðdraganda jólahátíðar er hægt að fá vörur merktar með „jólagjafamiðum“. Með jólagjafamiða er gert ráð fyrir að gjöfin sé gefin 24. desember og því hægt að skila vörunni til 6. janúar (innan 14 daga).

 

VERÐ VÖRU VIÐ SKIL

Verð vöru við skil skal miðast við verð vörunnar í verslun við skil. 

 

INNEIGNARNÓTUR

Við vöruskil á viðskiptavinur rétt á að fá afhenta inneignarnótu ef ný vara er ekki tekin upp í þá vöru sem skilað er.

Inneignarnótur falla undir lög um almennar kröfur og gilda í fjögur ár.

 

GJAFABRÉF

Gjafabréf gefin út af iglo+indi gilda sem fullgild greiðsla á vörukaupum í 4 ár frá útgáfudegi.

 

ÚTSÖLUR OG VÖRUSKIL

Skilaréttur gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu.

 

GREIÐSLUR 
 
Á vefverslun iglo+indi er tekið á móti öllum kreditkortum. Greiðslur fara fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð. 
 
 
ÖRYGGISSTAÐALL 
 
Vefverslun iglo+indi er með PCI sem er öryggisstaðall alþjóðlegu kortafyrirtækjanna Visa International og MasterCard International, sem heitir PCI DSS og stendur fyrir Payment Card Industry Data Security Standard.  PCI öryggisstaðallinn er margþættur og setur mjög strangar öryggiskröfur sem ná yfir alla þætti og allar hliðar á gagnaöryggi í kerfisrekstri og rekstri fyrirtækja sem meðhöndla kortanúmer. Viðskiptavinur má því vera 100% viss um að upplýsingarnar sem hann skráir eru algjörlega varðar fyrir utanaðkomandi aðilum.
 
SMÁALETRIÐ
 
iglo+indi áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, einnig að breyta verðum eða hætta með vörutegundir. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst.  Áskilin er réttur til að staðfesta póstkröfupantanir símleiðis.
 
 
ANNAР
 
Ef þig vantar svar við spurningu eða spurningum sem ekki er svarað á þessari síðu bendum við þér vinsamlegast að senda tölvupóst á 
 
 
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög.
 
 

 

AFGREIÐSLA
 
Um leið og þú lýkur kaupum á www.igloindi.com er pöntun þín send til starfsmanna vefverslunar sem sjá um að senda vöruna þína í póst. Vörurnar eru sendar með Íslandspósti. Miðað er við að það taki 2-5 virka daga að afhenda pakka innanlands. Pakkar eru keyrðir heim að dyrum milli kl. 17-22. Ef enginn er til að taka á móti sendingunni er skilin eftir tilkynning til viðtakanda, þar sem fram koma upplýsingar um það á hvaða pósthúsi hægt er að nálgast sendinguna.   
 
 
SENDINGARKOSTNAÐUR 
 
Sendingarkostnaður innan Íslands er 1.290 kr. Ef verslað er erlendis frá er sendingarkostnaður 50 evrur fyrir öll lönd.
 
 
VÖRUSKIL 
 
Almennur skilafrestur hjá iglo+indi eru 30 dagar. Hægt er að skila vöru gegn framvísun reiknings og fær viðkomandi inneignarnótu sem gildir í vefverslun iglo+indi. Ef varan er gölluð borgar iglo+indi sendingarkostnaðinn sem fellur til við skil á vöru en annars er sendingarkostnaður á ábyrgð kaupanda. Útsöluvörum er ekki hægt að skila eftir að útsölu líkur, en hægt er að skipta þeim á meðan á útsölu stendur í aðra útsöluvöru.
 
 
SENDINGARUPPLÝSINGAR 
 
Engar persónuupplýsingar né netföng verða afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Netföng sem skráð eru á vef iglo+indi eru skráð á póstlista í eigu iglo+indi sem er einungis notaður til að senda áskrifendum upplýsingar um tilboð og viðburði tengda vefnum eða þjónustu iglo+indi.

 

Please choose your region