Est. Iceland 2008

iglo+indi x UN Women

 

 

iglo+indi og UN Women á Íslandi kynna Empwr peysuna 2018. Peysan er hönnuð bæði fyrir börn og fullorðna og er þetta í annað sinn sem iglo+indi og UN Women á Íslandi efla til samstarfs.

Auglýsingastofan Pipar hannar útlit, umgjörð og myndatöku herferðarinnar.

Íslenski ljósmyndarinn Elísabet Davíðsdóttir myndaði herferðina.

Markmið iglo+indi með samstarfinu er að skapa uppbyggilega umræðu um starf UN Women og hvetja almenning til að næla sér í peysu og styðja um leið við verkefni UN Women.

 

 

Ágóði peysunnar rennur til styrktar reksturs griðastaða UN Women. Með þínum stuðningi geta konur á flótta komið undir sig fótunum, aukið sjálfstraust sitt og fundið öryggi á ný.

----------------------------------------

 

 

 

 

 

Í ár rennur ágóði peysunnar til neyðarathvarfs UN Women í Balukhali flóttamannabúðunum í Bangladess. Þar fá Róhingjakonur áfallahjálp, öruggt skjól og atvinnutækifæri en þær eru sérstaklega berskjaldaðar fyrir ofbeldi og þora nánast ekki út úr skýlum sínum.

Undanfarna þrjá áratugi hefur Bangladess hýst Róhingjafólk sem sætt hefur ofsóknum í heimalandinu Mjanmar. Fyrir akkúrat ári síðan, í ágúst 2017, hertust átökin og ofsóknir á hendur Róhingjum til muna en Róhingjakonur hafa þurft að þola gróft ofbeldi Mjanmarska hersins, nánast allar hafa orðið vitni að eða verið beittar grófu kynferðislegu ofbeldi. Í kjölfarið hafa hundruðir þúsunda Róhingja í kjölfarið farið yfir landamærin til Bangladess.

Á griðastöðunum hljóta konurnar áfallahjálp og sálrænan stuðning auk þess sem þeim er gert kleift að finna kraft, von og gleði á ný.

 

Please choose your region